46. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 18. mars 2024 kl. 09:34


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:34
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 09:34
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:34
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:34
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:34
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:34
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:34
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:34
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:34

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:34
Dagskrárlið frestað.

2) 718. mál - sjúklingatrygging Kl. 09:37
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónas Birgi Jónasson og Eirík Áka Eggertsson frá embætti ríkislögmanns. Þá komu á fund nefndarinnar Angela G. Eggertsdóttir og Björg Þorkelsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

3) Önnur mál Kl. 10:38
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40